Undirbúningsefni

Forkeppnin

Við undirbúning undir landskeppnina er skynsamlegt að fara yfir nýlegar forkeppnir. Hafa ber þó í huga að keppnin er ekki sett upp sem próf til að meta hvort próftaki hafi staðist einhverjar kröfur. Keppnin er keppni sem er samin í því markmiði að vera svo krefjandi að engir tveir fái fullkomið skor, og nýta allan stigaskalann til að dreifa úr þátttakendum. Það er því eiginleiki, ekki mistök, að duglegir og hæfir einstaklingar fái fá stig. Að fá einhver stig yfir höfuð sýnir þekkingu, færni og hæfni.

Á myndinni hér að neðan má sjá dreifingu stiga úr forkeppninni 2019:

Forkeppnir:
2003
2004
2005
2006
2007
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019 (lausn)
2020 (lausn)

Lokakeppnin

Lokakeppnin skiptist í tvo hluta, fræðilegan og verklegan. Fræðilegi hlutinn gefur 30 stig á móti 20 stigum í verklega hlutanum. Keppnisdæmin eru strembin enda gerð til að greina á milli þeirra 14 bestu af þeim á annað hundrað nemendum sem taka þátt í landskeppninni.

Fræðilegi hluti

Hér að neðan eru gömul lokakeppnisdæmi sem gott er að æfa sig á. Rétt er að leggja áherslu á að leysa jafnvel hluta dæma enda eru þau brotin í búta og gefin hlutastig eftir því hversu langt keppandi kemst.

Lokakeppnir:
2003
2004
2005
2006
2007
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016 (svarblað og lausnir)
2017
2018 (lausnir)
2019 (lausnir)

Ólympíukeppnisdæmi flokkuð eftir efnistökum má svo finna á:

Verklegi hluti

Verklegi hluti keppninnar samanstendur af tveimur verkefnum og hafa keppendur 90 mínútur til að leysa hvort um sig. Áhersla er lögð á að keppendur geti safnað gögnum skynsamlega og skipulega, metið óvissur, túlkað og umritað jöfnur til að teikna gögn upp í gröf með réttum ásum og einingum, dregið rétta bestu línu, fundið hallatölu hennar og metið óvissu hallatölu.

Lýsing
Lausnarlýsingin þarf ekki að vera jafn ítarleg og í verkbók sem nemendur og rannsakendur halda. Það skiptir hins vegar máli að því sé lýst hvað er mælt og að allar stærðir séu skilgreindar. Skýringarmyndir eru hér gagnlegar en aðrar stærðir þarf að skilgreina í orðum.
Skynsamleg söfnun gagna
Safnaðu nægilega miklu af gögnum. Of fáir gagnapunktar gera það að verkum að einstaka útsker (e. outlier) trufla niðurstöðuna. Góð breidd á mæligildum gerir hallatölu nákvæmari en mikilvægt er að dreifa mælingum þannig að góðar upplýsingar fáist um áhugaverðustu hluta kerfisins.
Óvissumat og -útreikningur
Keppendur þurfa að geta metið nákvæmni þeirra mælitækja sem þeir nota. Óvissur afleiddra stærða þarf svo að finna með viðeigandi aðferð (athugaðu að hlutfallsóvissa gefur eingöngu rétta lausn í sértilvikum).
Gerð grafa
Gröf þurfa að vera með réttum ásum og einingum og punktar þurfa að vera rétt merktir inn. Til að flýta fyrir gerð grafa er mikilvægt að hafa þægilega línulega skiptingu á ásum. Keppendur fá millímetrapappír til grafagerðar. Þá er mikilvægt að nýta það pláss sem grafapappírinn býður upp á.
Hallatala
Oft á að finna stuðul eða fasta út frá hallatölu grafs. Bestu línu skal draga í gegnum gagnasafnið og meta óvissu út frá þeim skorðum sem óvissur punktanna valda. Aðferð bröttustu og flötustu línu, ásamt hlutfallsóvissu skorðandi punkta eru dæmi um aðferðir sem leyfðar eru.
Umritun jafna
Ólínuleg líkön þurfa að vera sett á línulegt form til að finna megi stuðla út frá hallatölu.