Mánaðarskipt færslusafn fyrir: janúar 2018

Fræðsluerindi um Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2017

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2017 voru veitt fyrir staðfestingu á tilvist þyngdarbylgja. Þessi uppgötvun opnar nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum en hingað til hefur ljós verið eina leið okkar til að öðlast vitneskju um eðli hans. Uppgötvunin er ennfremur enn ein staðfestingin á almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein sem spáir fyrir tilvist þeirra.

Fimmtudaginn 4. janúar 2018 bjóða Vísindafélags Íslendinga, Eðlisfræðifélags Íslands, Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði og Háskólinn í Reykjavík upp á fyrirlestur þar sem prófessor Eugenio Coccia fer yfir stöðu rannsókna á þyngdarbylgjum.

Viðburðurinn er öllum opinn og léttar veitingar í boði.

Facebook viðburður
Frétt á heimasíðu HR