Aðalfundur Eðlisfræðifélagsins 2014

Aðalfundur Eðlisfræðifélags Íslands

19. maí 2014

Mættir voru:
Jón Hálfdanarson
Sigurður Ingi Erlingsson
Eysteinn Gunnsson
Hólmfríður Hannesdóttir
Stefán Alexis Sigurðsson
Atli Þór Sveinbjarnarson
Martin Swift
Ari Ólafsson
Unnar Arnalds
Guðlaugur Jónhannesson
Snorri Þ Ingvarsson
Sveinn Ólafsson

 1. Kosning
  Fundarritari: Martin Swift
  Fundarstjóri: Jón Hálfdanarson
 2. 2. Skýrsla stjórnar

  == RAUST ==

  Kom síðast út 2012, þá kettligur að vexti en síðan ekkert borist í það. Tímaritið er enn til að nafninu til en lítill samhugur um að halda því áfram.

  Nú koma hins vegar engin prik inn fyrir birtingu í því. Það er miðað við mun stærri samfélög og gert ráð fyrir að 15% greina sé hafnað.

  == Fjölgun nema ==

  Fækkun námsára í framhaldsskóla mun valda því að nemendur mæta verr í háskólana.

  Höfum ekki verið að mennta nægilega marga kennara. Margir á leið á eftirlaun.

  Er hægt að fjölga nemendum á hvern kennara? Umræður um það.
  Það er hægt að vera með marga í fyrirlestrum en síður í dæmatímum þar sem nemendur læra mikið.

  Umræða um vendikennslu og hlutverk fyrirlestra, bóka og verkefnatíma. Er gagn í því að hafa bækur _og_ fyrirlestra? Fólk lærir á mismunandi vegu.
  Við þurfum svo að geta mælt afköst kerfisins. Það verður þá einhvers konar próf.

  Umræðan fór hún um víðan völl.

  == Eðlisfræðikeppnin ==

  Ágætisárangur 2013 í Danmörku. Búið að velja lið fyrir 2014 í Kasakstan.

 3. Reikningar

  Farið yfir reikninga. Ársreikningar samþykktir.

 4. Engar lagabreytingatillögur.
 5. Kosning stjórnarmanna
  Stjórn helst óbreytt í eitt ár í viðbót.
 6. Kosning endurskoðenda
  Samþekkt að Halldór Björnsson haldi áfram.
 7. Ákvörðun árgjalds
  Samþykkt að hafa árgjaldið óbreytt.
 8. Afhending Hvatningarverðlauna

  Hólmfríður Hannesdóttir, HÍ
  Stefán Alexis Sigurðsson, HÍ
  Atli Þór Sveinbjarnarson, HÍ
  Eysteinn Finnsson, HR

 9. Önnur mál
  1. == Inntaka nýrra félaga ==

   Ari Ólafsson óskar eftir því að fá lista yfir félaga svo hann fái að sjá hvaða árganga vantar. Hann býður þá nemendum í félagið líkt og gert hefur verið.

  2. == Lýsing á starfi eðlisfræðings ==

   Arnar Þorsteinsson, námst og starfsráðgjafi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, biður um að farið verði yfir lýsingu á starfi eðlisfræðings.
   JH: Fínn texti. Mætti kannski færa eitthvað nær nútímanum. Annars fínt.

   Sent til formanns til að lesa yfir.

  3. == Ár ljóssins ==

   UNESCO hefur tilgreint 2015 sem ár ljóssins. 2014 er ár kristallanna.

   Fyrirlestraröð. Eitthvað gert fyrir grunnskólana. T.d. keyptur pakki. Kristján Leósson er að vinna að því að búa til einhvers kyns hljóðfæri sem inniheldur ljósleiðara og mun einhvernvegin búa til hljóð.
   Ari Ólafsson vill svo kaupa leiser-show græju til að skrifa í snjóinn í Esjunni. Fá t.a.m. nemendur í Listaháskólanum til að útbúa myndefni.

   Unnar: Hljómar eins og tær snilld.

   Gulli: Einskorðast þetta við sýnilegt ljós?
   Ari: Engan veginn.

   Það mætti eflaust vekja athygli í tengslum við norðurljósum. Mikill fjöldi útlendinga fer út úr bænum til að skoða þau.

   Ari: Ef einhverjir hafa hugmyndir er um að gera að koma þeim á framfæri.

   Unnar: Gera eitthvað sérstakt á Jónsmessunótt.

  4. == Heimasíða ==

   Koma þarf á heimasíðu Eðlisfræðifélagsins. Martin Swift fékk það verkefni.