Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2018

Eðlisfræði á Íslandi 2018

Ráðstefna Eðlisfræðifélags Íslands, Eðlisfræði á Íslandi 2018, verður haldin laugardaginn 5. maí í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan hefst klukkan 10:30 og lýkur um 16:00. Ráðstefnugjald er 2.000 kr en ókeypis fyrir námsmenn. Innifalið í ráðstefnugjaldinu er hádegisverður ásamt kaffi um morgun og eftirmiðdag.

Meðal fyrirlesara verða:

  • Árni Sigurður Ingason, Grein Research
  • Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
  • Kári Helgason, Háskóla Íslands
  • Heiða María Sigurðardóttir, Háskóli Íslands
  • Jón Skírnir Ágústsson, Nox Medical
  • Kristín Jónsdóttir, Veðurstofa Íslands
  • Gísli Jónsson, Geislavarnir Ríkisins
  • Ólafur Rögnvaldsson, Belgingur

Frekari upplýsingar og skráningarform er að finna á síðu ráðstefnunnar. Dagskrána má finna hér.