Aðalfundur Eðlisfræðifélagsins 2017

Aðalfundur Eðlisfræðifélags Íslands

3. maí 2017

Mætt eru: Jón Hálfdanarson, Ari Ólafsson, Sigurður Ingi Erlingsson, Ágústa Loftsdóttir, Haukur Arason, Sölvi Rögnvaldsson og Haraldur Jón Hannesson.

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  Ari fundarstjóri, Martin fundarritari.
 2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
  Ráðstefnan komin til að vera. Eðlisfræðikeppnin. Raust: ekkert að gera, vorum að hugsa um að birta greinar upp úr erindum ráðstefnunnar.
  Raust liggur niðri m.a. vegna þess að engin stig fást fyrir birtingu greina í Raust. Raust uppfyllir öll skilyrði nema þau að við höfnum ekki nógu mörgum greinum. Væri spurning að endurskoða þetta.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
  Jón Hálfdanarson dreifir ársreikningum. Almenn ánægja með viðsnúninginn á fjármálum félgsins. Samþykkt samhljóða.
 4. Kosning stjórnarmanna
  Kjósa þarf um formann og sæti Jóns Hálfdanarsonar. Ágústa Loftsdóttir býður sig til formanns og er kosin formaður samhljóða. Jón Hálfdanarson býður sig aftur fram og er kosinn samhljóða.
  Ari Ólafsson, Martin Jónas Björn Swift og Sveinn Ólafsson voru allir kosnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi.
 5. Kosning endurskoðanda og varamanns til eins árs
  Halldór Björnsson býður sig fram (í fjarveru) og Kristinn Johnsen (í fjarveru). Samþykkt.
 6. Ákvörðun árgjalds
  Jón leggur til óbreytt árgjald. Samþykkt.
 7. Hvatningarverðlaun
  Afhending Hvatningarverðlauna félagsins fyrir bestan námsárangur í eðlisfræði á fyrsta námsári í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Sölvi Rögnvaldsson frá HÍ Haraldur Jón Hannesson tekur við verðlaununum fyrir Sigurð Davíð Stefánsson.
  Umræða um hvort verðlaunin séu hvati. Óvíst því flestir vita ekki af þeim fyrirfram.
 8. Önnur mál
  Engin svo fundarstjóri slítur fundi.