Eðlisfræði á Íslandi 2017

Það er stjórn félagsins mikið ánægjuefni að tilkynna að ráðstefna Eðlisfræðifélags Íslands, Eðlisfræði á Íslandi 2017, verði haldin laugardaginn 8. apríl nk. í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar verða

 • Egill Skúlason, Háskóla Íslands
 • Gunnlaugur Björnsson, Háskóla Íslands
 • Ágúst Valfells, Háskólanum í Reykjavík
 • Hanna Blanck, ÍSOR
 • Gunnar Gunnarsson, OR
 • Viðar Ágústsson, Flensborgarskóla
 • Jens Karl Ísfjörð, Ölduselsskóla
 • María Sophusdóttir, Melaskóla
 • Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, Laugasól

og verður hluti ráðstefnunnar tileinkaður eðlisfræðikennslu í framhalds-, grunn- og leikskólum.

Það eru opin pláss í dagskránni og félagsmenn sem hafa áhuga á halda 15 mín kynningu geta sent titil og útdrátt á Sigurð I. Erlingsson fyrir 17. mars.

Ráðstefnan hefst klukkan 10:30 og lýkur um 16:00. Ráðstefnugjald er 1.500kr en ókeypis fyrir námsmenn. Innifalið í ráðstefnugjaldinu er hádegisverður ásamt kaffi um morgun og eftirmiðdag.

Eðlisfræði á Íslandi 2016

Laugardaginn 19. mars stóð Eðlisfræðifélag Íslands fyrir ráðstefnunni Eðlisfræði á Íslandi 2016. Ráðstefnan var endurvakin eftir rúmlega áratugs hlé og áherslan sett á störf eðlisfræðinga utan háskólasamfélagsins. Átta fyrirlesarar fluttu erindi um kennslu, nýsköpun, umhverfis- og heilbrigðismálum.

Hvað er að frétta af Einstein?

einsteinNú eru eitthundrað og tíu ár frá Undraverða árinu hans Einstein. 1905 birti hann þrjár stórmerkar greinar sem hver um sig olli straumhvörfum í eðlisfræði.

Einstein er því meðal merkari vísindamanna fyrr og síðar og sveipaður ævintýrablæ. En hvernig stenst ímynd hans tímans tönn?

Í dag, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15-16, heldur Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við HÍ, erindi í boði Eðlisfræðifélags Íslands um Albert Einstein.

Erindið er að mestu byggt á bók um Einstein sem kom út í október. Viðhorf sögunnar til manna á borð við Einstein og til verka hans breytast í sífellu með nýjum gögnum um ævi hans og með nýjum viðhorfum í framvindu vísindanna sjálfra. Í erindinu verða rakin nokkur atriði af þessu tagi, til dæmis:

 • Vissi Einstein af tilraun Michelsons og Morleys?
 • Hvað gekk honum til í verkum sínum á sviði skammtafræði?
 • Hvað með sinnaskiptin um heimsfastann?
 • Hversu mikilvægar voru greinarnar tvær frá 1905 um eindir efnisins?
 • Hvernig hafa hugmyndir og kenningar Einsteins elst, þegar á heildina er litið?vr-2

Erindið verður haldið í VR-2 við Hjarðarhaga 2-6, stofu 157.

Vefsíða Eðlisfræðifélagsins

Eftir langa mæðu hefur vefsíða Eðlisfræðifélags Íslands loksins litið dagsins ljóss á ný. Hér munu birtast fréttir af starfi félagsins ásamt upplýsingum um félagið.

Félagið heldur árlega aðalfund og óreglulega smærri fræðslufundi. Félagið kemur einnig að eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema og veitir styrki fyrir framúrskarandi árangur háskólanýnema í eðlisfræði. Í vor verður svo haldin ráðstefna Eðlisfræðifélagsins þar sem eðlisfræðingar úr hinum ýmsu geirum kynna starf sitt.

Aðalfundur Eðlisfræðifélags Íslands 2010

Hefðbundin fundarstörf

Eðlisfræðifélag Íslands hélt aðalfund sinn fyrir árið 2010 þann 13. apríl 2011. Tækifærið var því notað til að halda aðeins upp á 100 ára afmæli uppgötvunar ofurleiðni, en það átti sér stað þann 8. apríl 1911.

Hefðbundin fundarstörf tóku ekki langan tíma. Formaðurinn, Sveinn Ólafsson, og gjaldkerinn, Jón Hálfdánarson, eiga ár eftir af kjörtímabili sínu en hinir þrír stjórnarmeðlimirnir, ritarinn Guðrún Sævarsdóttir og meðstjórnendurnir Ari Ólafsson og Bergþór Hauksson voru kosnir til tveggja ára í viðbót.

Hvatningarverðlaun, Raust og umræður

Félagið veitir hvatningarverðlaun fyrir bestan námsárangur í eðlisfræði á fyrsta ári í Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þau hlutu að þessu sinni Ögmundur Eiríksson, stærðfræðinemi við HÍ og Guðmundur Viktorsson, nemi við Háskólann í Reykjavík. Ari Ólafsson sagði þá lauslega frá málum varðandi útgáfu Raustar, tímarits um raunvísindi og stærðfræði. Félagsgjöld voru loks lítillega hækkuð og upp spruttu nokkar umræður um menntamál.

Véstéinn Rúni Eiríksson bryddaði upp á því að gera þyrfti skýrari kröfur eða leiðbeiningar um nauðsynlega menntun úr framhaldsskólum fyrir þá sem hafa hug á námi í eðlisfræði. Almennt voru menn sammála um það. Ari Ólafsson minntist á slakt gengi sænska liðsins í Ólympíukeppninni síðasta sumar sem haldin var í Króatíu, og rakti það til þess hve langt sænskir framhaldsskólar eru komnir í þá átt sem íslenska menntakerfið stefnir í. Stjórninni var falið að fyljga þessu eftir.

Ofurleiðni

Fundi var slitið með stuttri yfirferð formanns yfir sögu uppgötvunar ofurleiðni. Að því loknu héldu fundarmenn niður í kjallara í VR-III þar sem tilraun Heike Kamerlingh Onnes þar sem ofurleiðni sást fyrst, rétt rúmum hundrað árum áður.

Myndir frá deginum

Hér eru svo myndir frá deginum.