Greinasafn fyrir flokkinn: Eðlisfræðikeppnin

Úrslit landskeppninnar og ólympíuliðið 2017

Árleg landskeppni í eðlisfræði fór fram 11. og 12. mars síðastliðinn. Til hennar var boðið 14 framhaldsskólanemum; 7 hæstu úr undankeppninni sem fór fram 14. febrúar, og 7 næstu sem eru nógu ungir til að fá að taka þátt í ólympíukeppninni sem haldin verður  16.-24. júlí í Yogyakarta, Indónesíu.

Landskeppnin hefur enda þetta tvíþætta hlutverk, að hvetja ungt fólk til að skara framúr í lausnum eðlisfræðilegra verkefna, og að velja fimm manna landslið til að fara sem fulltrúar Íslands á ólympíukeppnina. Keppnin reynir á færni keppenda til að leysa úr hvoru tveggja fræðilegum sem og verklegum þrautum.

Það var fríður flokkur duglegs ungs fólks sem mætti í húsnæði Háskóla Íslands tvo helgarmorgna í mars og spreytti sig á níðþungum verkefnum. Hæst urðu að rauninni lokinni:

  1. Sindri Magnússon, MR
  2. Atli Fannar Franklín, MA
  3. Erla Sigríður Sigurðardóttir, MA
  4. Garðar Sigurðarson, MR
  5. Anton Richter, MR

Lesa áfram Úrslit landskeppninnar og ólympíuliðið 2017

Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna 2011

Lokakeppni eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi 2011 var haldin helgina 19. og 20. mars í húsnæði Verkfræði- og náttúrufræðisviðs Háskóla Íslands. Til leiks mættu þrettán keppendur og öttu kappi á laugardeginum í fræðilegum hluta þar sem þau spreyttu sig á strembnum eðlisfræðidæmum. Á sunnudeginum tók svo við verklegur hluti þar sem keppendurnir fengu tvær uppstillingar þar sem verkefnið var að finna ákveðnar stærðir með mælingum og úrvinnslu á þeim.

Að keppninni lokinni var haldin verðlaunaafhending á Háskólatorgi þar sem allir þáttakendur fengu eintak af Vísindavef, ritgerðarsafni til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni, sem viðurkenningu fyrir framisstöðu sína. Ennfremur voru veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin. Þau hlutu:

  1. Sigtryggur Hauksson
  2. Arnór Hákonarson
  3. Jón Hjalti Eiríksson
  4. Konráð Þór Þorsteinsson
  5. Áslaug Haraldsdóttir

Þeim fimm efstu sem uppfylla skilyrði fyrir þáttöku í Alþjóðaólympíukeppninni í eðlisfræði, verður svo boðið að fara á hana sem fulltrúar Íslands, en hún verður að þessu sinni haldin í Bankok, Tælandi, 10. til 18. júlí.