Eðlisfræði á Íslandi 2018

Ráðstefna Eðlisfræðifélags Íslands, Eðlisfræði á Íslandi 2018, verður haldin laugardaginn 5. maí í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan hefst klukkan 10:30 og lýkur um 16:00. Ráðstefnugjald er 2.000 kr en ókeypis fyrir námsmenn. Innifalið í ráðstefnugjaldinu er hádegisverður ásamt kaffi um morgun og eftirmiðdag.

Sjá sér síðu fyrir Dagskrá og ágrip erinda en skráning fer fram hér að neðan.

Ráðstefnugjald greiðist inn á reikning Eðlisfræðifélagsins: 303-26-041403, kt. 480982-0109. Frekari upplýsingar veitir Sigurður Ingi Erlingsson, s: 617 9515.

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar:

  • Ágústa Steinunn Loftsdóttir, formaður EÍ
  • Sigurður I. Erlingsson
  • Hanna Björg Henrysdóttir
  • Sveinn Ólafsson