Aðalfundur Eðlisfræðifélagsins 2012

Aðalfundur Eðlisfræðifélags Íslands

8. mars 2012

Fundurinn hófst kl 16:00.

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  Vésteinn Eiríksson var tilnefndur fundarstjóri og Guðrún Sævarsdóttir fundarritari.
 2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um starf ársins á félaginu.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  Jón Hálfdanarson flutti reikninga félagssins. Tekjur ársins 2011 voru kr.427.407 og gjöld voru kr.478.717. Tap af rekstri er því kr. 51.310. Höfuðstóll félagsins í byrjun árs 2012 er því kr.626.626.
 4. Lagabreytingar, ef fram koma.
  Engar lagabreytingatillögur höfðu komið fram með tilskyldum fyrirvara
 5. Kosning stjórnarmanna.
  Guðrún Sævarsdóttir ritari og Bergþór Hauksson meðstjórnandi voru kosin á síðasta aðalfundi til tveggja ára. Sveinn Ólafsson formaður og Jóns Hálfdanarsonar gjaldkeri gáfu áfram kost á sér og voru endurkjörnir með lófataki. Bergþór Hauksson vildi ganga úr stjórn, og var Martin Swift kosinn í hans stað með lófataki.
 6. Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs.
  Halldór Björnsson og Kristinn Johnsen voru endurkjörnir sem endurskoðendur með lófataki.
 7. Ákvörðun árgjalds.
  Árgjald félagsins var ákveðið kr. 2.900 fyrir fullgilda félaga og kr.1.500 fyrir aukafélaga.
 8. Afhending „Hvatningarverðlauna“ félagsins fyrir bestan námsárangur í eðlisfræði á fyrsta ári í Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík
  Kristín María Gunnarsdóttir, nemandi í heilbrigðisverkfræði hlaut verðaunin fyrir hönd HR.
  Auðunn Skúta Snæbjarnarson, nemandi í stærðfræði hlaut verðlaunin fyrir hönd HÍ.
 9. Tímaritið Raust
  Kom ekki út 2010 og 2011, illa gengur að ná inn greinum og er það rakið til þess að ritið er lágt metið til punkta í framgangskerfi Háskóla Íslands.
 10. Önnur mál
  Ari Ólafsson lagði til breytingar á stjórn Raust, og var því vísað til stjórnar félagsins að útfæra það.
  Ottó Elíasson vakti athygli á því að árið 2015 verður ár ljóssins, hvort félagið vilji gera eitthvað í því samhengi. Fundurinn beindi því til stjórnar að vera með viðburði í tilefni þess.

 11. Hvað eru Fiseindir? Þorsteinn Vilhjálmsson og Sveinn Ólafsson fluttu forvitnilegt erindi um fiseindir og öreindahraðla.

Fundi lauk um kl 18:00

Guðrún Sævarsdóttir
Fundarritari

Mættir á fundinn voru:

 • Ásmundur Jakobsson
 • Þorsteinn I. Sigfússon
 • Leó Kristjánsson
 • Einar Sveinbjörnsson
 • Guðný Guðmundsdóttir
 • Þorsteinn Vilhjálmsson
 • Örn Helgason
 • Auðunn Skúta Snæbjarnarson
 • Ágústa Loftsdóttir
 • Guðrún Sævarsdóttir
 • Ottó Elíasson
 • Jón Hálfdanarson
 • Reynir Vilhjálmsson
 • Vésteinn Eiríksson
 • Sveinn Ólafsson