Lokakeppni eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi 2011 var haldin helgina 19. og 20. mars í húsnæði Verkfræði- og náttúrufræðisviðs Háskóla Íslands. Til leiks mættu þrettán keppendur og öttu kappi á laugardeginum í fræðilegum hluta þar sem þau spreyttu sig á strembnum eðlisfræðidæmum. Á sunnudeginum tók svo við verklegur hluti þar sem keppendurnir fengu tvær uppstillingar þar sem verkefnið var að finna ákveðnar stærðir með mælingum og úrvinnslu á þeim.
Að keppninni lokinni var haldin verðlaunaafhending á Háskólatorgi þar sem allir þáttakendur fengu eintak af Vísindavef, ritgerðarsafni til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni, sem viðurkenningu fyrir framisstöðu sína. Ennfremur voru veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin. Þau hlutu:
Sigtryggur Hauksson
Arnór Hákonarson
Jón Hjalti Eiríksson
Konráð Þór Þorsteinsson
Áslaug Haraldsdóttir
Þeim fimm efstu sem uppfylla skilyrði fyrir þáttöku í Alþjóðaólympíukeppninni í eðlisfræði, verður svo boðið að fara á hana sem fulltrúar Íslands, en hún verður að þessu sinni haldin í Bankok, Tælandi, 10. til 18. júlí.
Ari Ólafsson sýnir kuklkarið sitt.
Keppendur koma sér fyrir við stofurnar.
Verkefnið lesið og athugað hvað til sé ætlast.
Fyrstu mælingar teknar.
Takið eftir litrófinu í ljósgreiðunni.
Gögnum safnað.
Mælingum lokið. Þá er bara að vinna úr gögnunum.
Sælir keppendur á verðlaunaafhendingunni á Háskólatorgi.
Ingibjörg Haraldsdóttir, annar umsjónarmanna eðlisfræðikeppninnar.
Meðal gesta voru nemendur í stærðfræði og eðlisfræði við HÍ sem sömdu fræðilega þátt lokakeppninnar og tóku þátt í framkvæmd þess verklega.
Veittar voru hinar girnilegustu kræsingar.
Viðar Ágústsson, annar umsjónrmanna eðlisfræðikeppninnar veitti keppendum og aðstandendum keppninnar Vísindavefinn, afmælisrit Þorsteins Viljálmssonar, í viðurkenningarskyni.
Meðal þeirra sem viðurkenningu hlutu voru Vésteinn Rúni Eiríksson og Þorsteinn Vilhjálmsson, kennarar við MH og MR.
Vésteinn Rúni Eiríksson og Viðar Ágústsson.
Viðar Ágústsson og Þorsteinn Vilhjálmsson.
Ari Ólafsson, umsjónarmaður verklega hluta keppninnar, útdeildi loks verðlaunum fyrir fimm efstu sætin í keppninni.
Áslaug Haraldsdóttir
Áslaug Haraldsdóttir
Konráð Þór Þorsteinsson
Jón Hjalti Eiríksson
Arnór Hákonarson
Sigtryggur Hauksson
Spjall að verðlaunaafhendingu lokinni.
Að formlegheitunum loknum var svo tekið saman og helgin kvödd með þökkum.