Eðlisfræði á Íslandi 2016

Laugardaginn 19. mars stóð Eðlisfræðifélag Íslands fyrir ráðstefnunni Eðlisfræði á Íslandi 2016. Ráðstefnan var endurvakin eftir rúmlega áratugs hlé og áherslan sett á störf eðlisfræðinga utan háskólasamfélagsins. Átta fyrirlesarar fluttu erindi um kennslu, nýsköpun, umhverfis- og heilbrigðismálum.