Laugardaginn 19. mars stóð Eðlisfræðifélag Íslands fyrir ráðstefnunni Eðlisfræði á Íslandi 2016. Ráðstefnan var endurvakin eftir rúmlega áratugs hlé og áherslan sett á störf eðlisfræðinga utan háskólasamfélagsins. Átta fyrirlesarar fluttu erindi um kennslu, nýsköpun, umhverfis- og heilbrigðismálum.
Sigurður Ingi Erlingsson, formaður Eðlisfræðifélags Íslands, setur ráðstefnuna.
Kristján Rúnar Kristjánsson flytur inngangserindi ráðstefnunnar um ákvörðun útlánaáhættumats.
Ágústa Loftsdóttir flutti erindi um notkun vistvæns eldsneytis.
Halldór Björnsson rakti sögu veðurfræði sem fræðigreinar, þeim þáttum sem helst hefur verið unnið í og vaxtarbroddum í rannsóknum að baki veðurspám.
Kristján Leósson flutti hugvekju um hvaða erindi eðlisfræði ætti við almenning.
Líflegar umræður spunnust um erindin svo umsjónarmenn ráðstefnunnar þurftu að hafa sig alla við að halda dagskránni á réttum tíma.
Kristín S. Vogfjörð fór yfir atburðarásina í kringum óróann í Bárðarbungu 2014-15 og sér í lagi mælingar hennar á staðsetningu skjálfta til greiningar á hreyfingu kvikunnar.
Erling Brynjólfsson fjallaði um greiningarvinnu Kvikna á ýmiskonar merkjum, svo sem heilalínuritum.
Línulegar samantektir á merkjum frá ýmsum skynjurum eru leystar saman og áhugaverð merki greind frá merkjum frá vöðvum t.a.m. við blikk augna.
Hanna Björg Henrysdóttir sagði frá störfum læknisfræðilegra eðlisfræðinga og væntanlegum jáeindaskanna.
Umræðum var vikið fram úr ráðstefnusal þar sem boðið var upp á dýrindis eplaböku og Ari Ólafsson sleit ráðstefnunni.
Kristján Rúnar Kristjánsson og Hanna Björg Henrysdóttir
Kristín S. Vogfjörð og Gunnar Gunnarsson
Haukur Arason og Haraldur Auðunsson
Ari Ólafsson og Þorseinn Vilhjálmsson
Kristján Leósson, Halldór Björnsson, Örn Helgason og Birgir Jóhannesson
Ari Ólafsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigurður Emil Pálsson, Kristján Rúnar Kristjánsson og Þór Jakobsson
Eftir erindin gafst gott ráðrúm til að ræða málin og entust þar til klukkan nálgaðist fimm.