Lokakeppni eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi 2011 var haldin helgina 19. og 20. mars í húsnæði Verkfræði- og náttúrufræðisviðs Háskóla Íslands. Til leiks mættu þrettán keppendur og öttu kappi á laugardeginum í fræðilegum hluta þar sem þau spreyttu sig á strembnum eðlisfræðidæmum. Á sunnudeginum tók svo við verklegur hluti þar sem keppendurnir fengu tvær uppstillingar þar […]