Lokakeppni eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi 2011 var haldin helgina 19. og 20. mars í húsnæði Verkfræði- og náttúrufræðisviðs Háskóla Íslands. Til leiks mættu þrettán keppendur og öttu kappi á laugardeginum í fræðilegum hluta þar sem þau spreyttu sig á strembnum eðlisfræðidæmum. Á sunnudeginum tók svo við verklegur hluti þar sem keppendurnir fengu tvær uppstillingar þar sem verkefnið var að finna ákveðnar stærðir með mælingum og úrvinnslu á þeim.
Að keppninni lokinni var haldin verðlaunaafhending á Háskólatorgi þar sem allir þáttakendur fengu eintak af Vísindavef, ritgerðarsafni til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni, sem viðurkenningu fyrir framisstöðu sína. Ennfremur voru veitt verðlaun fyrir efstu fimm sætin. Þau hlutu:
- Sigtryggur Hauksson
- Arnór Hákonarson
- Jón Hjalti Eiríksson
- Konráð Þór Þorsteinsson
- Áslaug Haraldsdóttir
Þeim fimm efstu sem uppfylla skilyrði fyrir þáttöku í Alþjóðaólympíukeppninni í eðlisfræði, verður svo boðið að fara á hana sem fulltrúar Íslands, en hún verður að þessu sinni haldin í Bankok, Tælandi, 10. til 18. júlí.