Eðlisfræðikeppni framhaldsskóla á Íslandi

Vor hvert heldur Eðlisfræðifélag Íslnds keppni í eðlisfræði fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Keppnin er í tveimur umferðum; landskeppni þar sem öllum nemöndum í framhaldsskóla er boðið að taka þátt, og lokakeppni fyrir 14 efstu keppendurna úr landskeppninni.

Landskeppnin fer fram í samstarfi við kennara skólanna sem leggja verkefnin fyrir nemendur sína á sama tíma. Lokaumferðin er svo haldin eina helgina í seinni hluta marsmánuðar og samanstendur annars vegar af fræðilegum dæmareikningi og hins vegar verklegum æfingum. Keppnin er alla jafna haldin í húsnæði Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og laugardagurinn lagður í fræðilega hlutann en sunnudaginn framkvæma nemendur tilraunir.

Verðlaun eru veitt fyrir fimm efstu sætin. Þar að auki eru fimm efstu keppendum sem uppfylla skilyrði Alþjóðaólympíukeppninnar í eðlisfræði boðið að fara á hana sem fulltrúar Íslands en hún er haldin í júlí ár hvert.

Undirbúningur

Allur undirbúningur gagnast keppendum en fyrir áhugasama er gagnlegt efni að finna á sér síðu með undirbúningsefni.