Það er stjórn félagsins mikið ánægjuefni að tilkynna að ráðstefna Eðlisfræðifélags Íslands, Eðlisfræði á Íslandi 2017, verði haldin laugardaginn 8. apríl nk. í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar verða
- Egill Skúlason, Háskóla Íslands
- Gunnlaugur Björnsson, Háskóla Íslands
- Guðlaugur Jóhannesson, Háskóla Íslands
- Ágúst Valfells, Háskólanum í Reykjavík
- Hanna Blanck, ÍSOR
- Gunnar Gunnarsson, OR
- Viðar Ágústsson, Flensborgarskóla
- Jens Karl Ísfjörð, Ölduselsskóla
- María Sophusdóttir, Melaskóla
- Sigurlaug Vigdís Einarsdóttir, Laugasól
og verður hluti ráðstefnunnar tileinkaður eðlisfræðikennslu í framhalds-, grunn- og leikskólum.
Það eru opin pláss í dagskránni og félagsmenn sem hafa áhuga á halda 15 mín kynningu geta sent titil og útdrátt á Sigurð I. Erlingsson fyrir 17. mars.
Ráðstefnan hefst klukkan 10:30 og lýkur um 16:00. Ráðstefnugjald er 1.500kr en ókeypis fyrir námsmenn. Innifalið í ráðstefnugjaldinu er hádegisverður ásamt kaffi um morgun og eftirmiðdag.