Hefðbundin fundarstörf
Eðlisfræðifélag Íslands hélt aðalfund sinn fyrir árið 2010 þann 13. apríl 2011. Tækifærið var því notað til að halda aðeins upp á 100 ára afmæli uppgötvunar ofurleiðni, en það átti sér stað þann 8. apríl 1911.
Hefðbundin fundarstörf tóku ekki langan tíma. Formaðurinn, Sveinn Ólafsson, og gjaldkerinn, Jón Hálfdánarson, eiga ár eftir af kjörtímabili sínu en hinir þrír stjórnarmeðlimirnir, ritarinn Guðrún Sævarsdóttir og meðstjórnendurnir Ari Ólafsson og Bergþór Hauksson voru kosnir til tveggja ára í viðbót.
Hvatningarverðlaun, Raust og umræður
Félagið veitir hvatningarverðlaun fyrir bestan námsárangur í eðlisfræði á fyrsta ári í Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þau hlutu að þessu sinni Ögmundur Eiríksson, stærðfræðinemi við HÍ og Guðmundur Viktorsson, nemi við Háskólann í Reykjavík. Ari Ólafsson sagði þá lauslega frá málum varðandi útgáfu Raustar, tímarits um raunvísindi og stærðfræði. Félagsgjöld voru loks lítillega hækkuð og upp spruttu nokkar umræður um menntamál.
Véstéinn Rúni Eiríksson bryddaði upp á því að gera þyrfti skýrari kröfur eða leiðbeiningar um nauðsynlega menntun úr framhaldsskólum fyrir þá sem hafa hug á námi í eðlisfræði. Almennt voru menn sammála um það. Ari Ólafsson minntist á slakt gengi sænska liðsins í Ólympíukeppninni síðasta sumar sem haldin var í Króatíu, og rakti það til þess hve langt sænskir framhaldsskólar eru komnir í þá átt sem íslenska menntakerfið stefnir í. Stjórninni var falið að fyljga þessu eftir.
Ofurleiðni
Fundi var slitið með stuttri yfirferð formanns yfir sögu uppgötvunar ofurleiðni. Að því loknu héldu fundarmenn niður í kjallara í VR-III þar sem tilraun Heike Kamerlingh Onnes þar sem ofurleiðni sást fyrst, rétt rúmum hundrað árum áður.
Myndir frá deginum
Hér eru svo myndir frá deginum.